Hlaup

Ef þér finnst þú hlaupa undan einhverju sem ofsækir þig, muntu verða mjög öruggur og ánægður. Sértu nakinn á hlaupunum er það tákn um hræðslu við að valda ekki því sem þú hefur tekið að þér. Ef þig dreymir slíka drauma aftur og aftur er ráðlegt fyrir þig að róta í huganum hvað sé að. Hvað er á eftir þér? Snýrðu þér nokkurn tíma við til að gá að því? Eykst fjarlægðin eða dregur saman með ykkur? Og þau vandamál sem þú ert að glíma við í vökunni, minnka þau eða vaxa? Ef það ert þú sem hleypur á eftir einhverjum getur það verið dulin minnimáttar- og óöryggiskennd sem þar er að verki. Kannski hjálpar draumurinn þér til að verða sáttari við sjálfan þig og öðlast það sem þú vilt. Draumurinn getur verið til marks um tækifæri sem þér gefst en þú lætur hjá líða að grípa þau.