Armband

Að eignast armband og bera það táknar ást og hjónaband. Ef eðalsteinar eru í því tákna þeir ávexti hjónabandsins, börnin. Að kaupa armband er fyrir því að einhver gerir þér stóran greiða. Ef þú setur armband á handlegg einhvers annars skaltu gæta þín, einhver ætlar að hafa gott af þér. Armband úr gulli eða silfri boðar ríkidæmi og velgengni en ryðgað og lítilfjörlegt vansæld og óþægindi.