Hár

Að hafa mikið hár er fyrir góðu og góðri heilsu. Grá hár boða að þú þurfir að taka þér tak ef fyrirætlanir þínar eigi ekki að renna út í sandinn. Að missa hár eða klippa það mjög stutt er fyrir veikindum eða skaða. Að greiða hár sitt eða bursta það er fyrir því að þú finnur lausn á vandamáli sem þú hefur verið að stríða við. Að greiða hár annarra boðar að þú leitar ráða hjá öðrum. Að flétta hár sitt er fyrir nýjum vináttuböndum. Að lita á sér hárið er aðvörun til þín um að láta ekki hégómaskap ná yfirhöndinni.