Hálsklútur

Að finnast óþægilegt eða þvingandi að vera með klút um hálsinn er fyrir því að einhver reynir að vinna þér mein. Að fá eða finna fallega litan hálsklút er fyrir ánægjulegum kynnum. Að sjá hálsklút / trefil í draumi er merki um að þú setjir sjálfum þér gjarnan of miklar kröfur. Að klæðast hálsklúti í draumi er merki um að þú hugsir of mikið um hvað öðrum finnst.