Haf

Að sjá hafið kyrrt og slétt er fyrir gleði og hamingju en sé það úfið og með ölduróti er það fyrirboði erfiðleika. Til eru þeir sem skýra drauma um hafið á þann hátt að þeir lýsi tilfinningalífi dreymandans, sambandi hans við annað fólk og þá sérstaklega móður sína. Þá fer merking draumsins eftir því hvort hafið er kyrrt (sambandið er gott) eða það er úfið og óárennilegt (sambandið er stirt og jafnvel fjandsamlegt).