Gleraugu

Ef þú notar ekki gleraugu í vöku en finnst þú setja þau upp í draumi getur það verið ábending um að endurskoða líf þitt og gjörðir. Ef þú ert á tímamótum skaltu taka vel eftir öðrum táknum draumsins. Að brjóta gleraugun sín eða týna er fyrir vonbrigðum og óánægju. Getur líka verið fyrir því að þú tapir góðu tækifæri.