Gler

Gler er brothætt og gagnsætt. Sumir segja að brot sé fyrir bót, aðrir að brjóta gler sé fyrir því að þig langi óstjórnlega til að losna undan einhverjum böndum, og munir gera tilraun til þess. Óhreint gler sem illa sést í gegnum getur verið fyrir vonbrigðum, kannski ótryggð í ástamálum eða vináttu. Að sjá stóra glerveggi allt íkringum sig getur verið fyrir óraunsæju sjálfsmati, reyndu að vega og meta eigin kosti og galla.