Girðing

Að dreyma girðingu er fyrir því að ýmsir þröskuldar muni verða á vegi þínum. Alverst er að dreyma gaddavírsgirðingu. En að fara yfir girðingu er tákn um að þú munir yfirstíga hindranir. Ef þú ert að gera girðingu kringum hús þitt eða sjálfan þig merkir það að þú einangrar líf þitt og bægir of mörgu frá þér.