Gifting

Mjög skiptar skoðanir eru um tákn þess að dreyma giftingu. Sumir segja að ógiftu fólki sé fyrir óláni að dreyma að það sé gift. Að sjá brúðkaup fara fram geti verið fyrir eignatjóni eða veikindum. Til eru þeir sem túlka drauma um giftingu á þá leið að í manninum togist á tvær hliðar og viðkomandi hafi öðlast jafnvægi og ró ef hann dreymir giftingu. Ef einhver vandræði eru í sambandi við giftinguna geti það verið vegna þess að undir niðri sé dreymandinn ekki fullkomlega ánægður, fleiri hnúta þurfi að leysa og er betra að gá að öðrum táknum, t.d. prestinum eða litum og öðru slíku.