Ganga

Að ganga um aur og leðju er fyrir ótryggð í hjónabandi. Að vera þreyttur á göngu merkir að þú munir yfirstíga þá erfiðleika sem þú ert í núna. Að vera einn á göngu getur merkt að þér verði sýndur skilningur og gönguferð með öðru fólki gæti merkt velgengni í vinnu, jafnvel að þér yrði sérstaklega umbunað fyrir verk þitt.