Gaffall

Stungugaffall í draumi táknar að þér sé betra að fara að skipuleggja það sem framundan er og hefjast handa við að framkvæma það. Margir gafflar á borði eða í skúffu vita á velkominn gest en séu þeir annars staðar en þeir ættu að vera, skaltu ekki treysta öllu sem þér er sagt. Gafflar úr silfri, skínandi og hreinir, eru fyrir góðri elli en sé fallið á þá mun hún varla verða mjög góð. Að sjá einhvern stunginn með gaffli eða verða fyrir því sjálfur er fyrri álitshnekki svo betra er að gæta sín.