Föt

Því betur klæddur sem þú ert í draumi því betur skaltu gæta þín í vöku, fátækt og basl er framundan. En að þvælast um lítt klæddur eða illa klæddur er fyrir gróða og velgengni. En að dreyma að maður sé að fara í föt er fyrir meðbyr en að hátta er fyrir hinu gagnstæða. Tætingur á fötum eða að dreyma að föt fjúki um getur táknað fjölskylduerjur sem ekki þurfa að vera alvarlegar eða djúpstæðar. Að fá sendan eða gefinn klæðnað og gleðjast yfir er aðvörun til dreymandans um að skemmta sér með gát.