Fuglar

Fuglar í draumi þykja afar gott tákn, sérstaklega ef þeir syngja, fljúga eða eru mjög skrautlegir á litinn. Að gefa fuglum er fyrir einhverskonar álitsauka eða upphefð. Einnig geta fuglar verið tákn þess að núverandi ástand dreymandans breytist til hins gagnstæða. Að drepa fugla er fyrir afar slæmu og að ráðast að fuglahópi með offorsi er bending um að sálarástandið sé ekki í góðu jafnvægi eða að niðurbirgð gremja og óánægja sé í þann veginn að fá útrás í röngum farvegi. Fuglar í búri tákna arf en tómt fuglabúr er fyrir einhverju flakki eða umróti. Ef fuglar fljúga hratt út úr búri og til lofts munu fljótlega breyta um atvinnu.