Flugur

Ef flugur angra þig í draumi máttu eiga von á að eitthvað óþægilegt úr fortíðinni verði rifjað upp. Að vera stunginn af flugu er fyrir vonbriðgum og hryggð. Að drepa flugu er fyrir því að hindrunum verður rutt úr vegi: getur einnig verið fyrir því að öfundarmenn eða afbrýðisemi nái ekki að valda dreymandanum erfiðleikum.