Fíll

Það er fyrir mjög góðu að dreyma fíl. Þú munt yfirstíga erfiðleika og heilsufarið mun breytast til hins betra. Það er sérstaklega gott tákn ef fíllinn er hvítur. Að fóðra fíl eða sitja á honum er fyrir stöðuhækkun eða annarri velgengni í sambandi við eitthvað sem þér fannst ekki skipta miklu máli. Finnist þér fíll ráðast á þig er það fyrir tímabundnum drætti á því að þú náir takmarki þínu.