Ferðalag

Ef þig dreymir að þú sért í ferðalagi mun brátt verða breyting á högum þínum. Sé ferðalagið erfitt mun breytingin verða til hins verra, en ef ferðin er skemmtileg mun allt ganga þér í haginn. Að ferðast fótgangandi er til merkis um að einhverju mikilvægu máli verður ýtt til hliðar og það dregst að þú fáir niðurstöður þess. Ferðalag í flugvél boðar að þú þurfir að vinna bug á óvild þinni í ákveðnu máli.