Altari

Að dreyma að þú krjúpir við altari er til merkis um að þú ættir að athuga vel þinn gang. Að sjá altari hjúpað svörtu er fyrir sorg en sé altarið skreytt og fallegt er brúðkaup yfirvofandi í fjölskyldunni. Að byggja eða skreyta altari er fyrir mjög góðum fréttum.