Epli

Að tína epli af trjám er boðberi góðra tíðinda og þá helst í sambandi við starf þitt eða helsta áhugamál. Epli á borði þínu táknar að þér mun verða sýnd virðing. Að borða epli merkir að áform þitt mun heppnast. Sjá epli falla: þér hlotnast óvænt happ. Að borða súr epli er fyrir smávegis rifrildi eða óánægju. Taka við eplapoka eða bera: þér býðst óvænt tækifæri.