Eldur

Kyrrlátur arineldur er fyrir hamingjusömum fjölskyldutengslum. Að brenna sig á eldi er fyrir yfirvofandi vandamáli. Að sjá hús logandi er fyrir því að vinur þinn eða ættingi er í sárri neyð. Ef þitt eigið hús brennur er það fyrir heiftarlegum deilum innan fjölskyldunnar. Slökkva eld boðar að þitt hjartans mál muni fá góðan endi og alveg að þínu skapi. Að kveikja í húsi eða einhverju öðru verðmæti er alvarleg aðvörunu til þín um að gæta stillingar og hemja skap þitt, einnig getur það verið merki um að þú þurfir að taka afleiðingum einhvers vanhugsaðs verknaðar. Mikið eldhaf og æsilegt boðar riflildi og fjandskap, jafnvel á opinberum vettvangi. Það veit á vonbrigði að horfa á kulnaðan eld.