Eitur

Ekki þykir fyrir góðu að dreyma eitur. Það getur verið aðvörun um að stilla skap sitt. Ef dreymandinn tekur sjálfur inn eitur boðar það honum spennu og óvissu vegna ósveigjanleika hans sjálfs og stirðleika í samskiptun við aðra. Að sjá aðra taka inn eitur merkir sigur dreymandans, þrátt fyrir mótstöðu og réttláta samkeppni. Að henda eitri er fyrir því að dreymandinn kemst að ótryggðum einhvers sem hann mat mikils en sér nú í nýju ljósi. Að vera eiturlyfjaneytandi er fyrir svikum og falsi eða óhöppum.