Drykkur

Dreymi þig að þorsti sæki á þig en þú getir ekki fengið neitt til að svala honum, er það til merkis um að þú getir ekki treyst á aðra þegar erfiðleikar steðja að. Þyki þér sem þú drekkir volgan drykk eru veikindi framundan, annað hvort þín eigin eða þinna nánustu. Að drekka mjólk er fyrir sviptingum og stormasömum viðburðum í einkalífinu. Svalandi og kaldur drykkur er fyrir meðlæti og velgengni. Að drekka bjór er fyrir slæmu og ef þú hefur sjálfur bruggað hann er það fyrir afar vondu.