Demantar

Þessir dýru og eftirsóttu steinar boða alls ekki gæfu í draumi. Að fá demant að gjöf í draumi er aðvörun um að einhver vill þér illt og reynir að bregða fyrir þig fæti. Handleikirðu demanta og sýnir þá öðrum er það aðvörun um að þú sért að spilla framtíðarmöguleikum þínum. Fleygirðu þeim frá þér, merkir að þú munir sigrast á erfiðleikunum.