Á

Dreymi þig að þú sért að synda í tærri á er það fyrir góðri heilsu og sjúklingum fyrir bata. Sé vatnið gruggugt eða straumþungt er það fyrir lasleika eða veikindum. Að dreyma bátsferð á lygnri á er fyrir góðum fréttum. Að horfa á úfið fljót er fyrir fjölskylduerfiðleikum, rifrildi eða einhverjum áhyggjuefnum. Uppþornaður árfarvegur er slæmt merki í draumi en hversu slæmt fer eftir öðrum draumtáknum. Að reyna að komast yfir á en takast ekki merkir hindrun á fyrirætlunum þínum.