Dans

Dreymi þig að þú sért á dansleik og dansir, er það fyrir heppni á peningamálum, en ef þú svitnar í dansinum, muntu þurfa að leggja töluvert á þig fyrir peningana. Það er fyrir góðu ef þú dansar hratt, en ef þú dansar á tánum er það merki þess að þú hugsir og hátt. Að sjá ungt fólk dansa er fyrir velgengni í ástamálum.