Leit

Dreymi þig að þú sért að leita einhvers í draumi er það merki um að þig skortir eitthvað í raunveruleikanum og sért því að leita þess í draumi. Einnig gæti þetta verið þrá dreymandans um frið eða lausn á vandamáli sem hann hefur glímt við. Sumir segja að þetta gæti verið þrá dreymandans um að eiga í ástarsambandi.