Byssa

Ekki er talið gott að dreyma byssu, nema þú verðir sjálfur fyrir skoti. Alverst er þó að skjóta sjálfur. Ef þig dreymir að þú sért í skotbardaga, merkir það að þú munir lenda í átökum út af spurningu um réttlæti eða ósanngirni og af öðrum táknum draumsins má ráða hver endalokin verða.