Hestur

Yfirleitt þykir betra að dreyma ljósa hesta og albest séu þeir hvítir. Svartir hestar eru óheillatákn. Dreymi ógifta stúlku að hún stígi á bak stórum og fallegum hesti er það fyrir góðri giftingu. Hlaupandi hestar eru fyrir einhverju fljótræði. Rauður hestur: ánægja og skemmtanir. Leirljós: veikindi. Grjáskjóttur: slarksamt líf. Grár hestur boðar gleði og gæfu. Jarpur er fyrir velgengni. Að járna hest táknar erfiðleika sem dreymandinn er að fást við og bleikur hestur boðar honum veikindi og mótlæti.