Búr

Að dreyma fuglabúr með fuglum í segja sumir að sé ógiftum fyrir giftingu. Aðrir segja að það merki að áhyggjum verði af þér létt, jafnvel vegna þess að þér tæmist arfur. Gott matarbúr veit á að til þín mun verða leitað og að þú munt veita liðsinni þitt með glöðu geði. Að dreyma að þú sért að vinna í búrinu merkir að þú hafir ævinlega nóg milli handanna.