Brunnur

Ef þig dreymir að þú hafir fundið brunn við hús þitt og vatnið í honum er tært og gott, er það mikið gæfumerki. Einnig getur það boðað að þú hagnist óvænt. Brunnur sem flæðir út úr merkir að betra sé að fara varlega með einkamálin. Að drekka úr brunni er fyrir mikilli gleði en að detta í brunn er fyrir veikindum. Að sjá einhvern sem þú þekkir á botni brunns er fyrir því að þú lendir í útistöðum við hann.