Brú

Þú átt von á smáóþægindum ef þig dreymir að þú sért að sigla undir brú. En það veit á mikla gæfu og gleði að ganga eða ríða undir brú, sérstaklega ef hún er heil, en ef þú sérð vatnið undir brúnni mun líða nokkur tími áður en draumurinn rætist. Ef brúin er skemmd eða vantar í hana gólfborð eða handriði, skaltu fara varlega í allar stórar breytingar í lífi þínu.