Köttur

Í flestum tilfellum er fyrir illu að dreyma ketti, nema drepinn sé köttur, er það fyrir góðu. Einnig merkir það friðsælt heimilislíf að sjá kött með kettlinga. Kettir merkja svikula elskhuga, öfund, illmælgi og alls kyns leiðindi. Kattarklór er merki um lasleika. En að dreyma ketti á veiðum eða í áflogum er bending um að eitthvað utanaðkomandi ógni heimilisfriðnum.