Málverk

Að vera á myndasýningu er fyrir skemmtilegu ástarævintýri. Að gefa einhverjum mynd boðar að þú gengur þiggjandanum á hönd og undir hans áhrifavald. Ef þér finnst þú vera að mála málverk færðu heldur lítilfjörlega vinnu. Sjáirðu landslagsmyndir er það fyrir ferðalögum. Oft geta myndir í draumi verið aðvörun um lævísa og falska vini.