Bolli

Yfirleitt er það fyrir góðu að sjá bolla í draumi. Ef hann lítur vel út og er hreinn er það fyrir góðu og ástríku lífi. En gott er að skoða hvort bollinn var hálf fullur eða hálf tómur? Hvernig horfir þú á lífið?

Ef þú sérð brotið handfang á bolla er það merki um að þú þurfir að skoða þínar tilfinningar betur.

Ef bollinn er brotinn ertu með samviskubit eða lítið sjálfsmat og þarft að trúa meira á sjálfan þig.