Brennivín

Oft er vín og drykkja fyrir úrkomu og hálku. Það getur líka verið tákn um að maki þinn muni reynast drykkfelldur. Að dreyma að þú sért að brugga vín er fyrir því að þú kemst í klandur. Að bjóða öðrum vín er aðvörun um að aðrir muni ætla að notfæra sér trúgirni þína.