Brekka

Að dreyma göngu upp brekku er merki um að þú þurfir að vinna mikið til að hafa í þig og á. Ef þú kemst upp á brún er það fyrir því, að þú munt vinna bug á erfiðleikum, en ef þú gefst upp á leiðinni er það fyrir vondu. Einnig er það fyrir mótbyr að vera á göngu niður brekku eða renna sér niður.