Brekka

Sértu að ganga upp hæð og gengur það erfiðlega er það til merkis um að áform þín hljóti mótbyr. Einnig er það fyrir mótbyr að vera á göngu niður brekku eða renna sér niður. Ef þú kemst upp á brún munt þú vinna bug á erfiðleikum, en ef þú gefst upp á leiðinni er það fyrir slæmu, þú nærð ekki markmiðum þínum. Að ná að komast upp að topp og yfirstíga vandræðin á leiðinni táknar að þú finnur ágæta lausn á vandamáli.