Sími

Að heyra í síma í draumi er merki um að þú eigir eftir að ljúka ákveðnu verki sem þú hefur forðast að takast á við. Símar í draumi eru merki um samskipti þín við aðra. Ef þú forðast það að svara í símann, er það merki um að þú sért að forðast samskipti við ákveðinn aðila sem þú hefur átt í deilum við. Sértu að tala í síma, taktu þá eftir við hvern þú ert að tala. Þú átt eftir að útkljá mál sem hvílir á herðum þér við þann sem þú ert að tala við.