Snákur

Snákar tákna oftast kaldlynda og ómerkilega kunningja og sérstaklega séu snákarnir eitraðir. Drepir þú snák muntu yfirstíga miklar hindranir. Að vera bitinn af snák er merki um áhyggjur sem hvíla þungt á þér. Vefji slanga sig utan um þig er það aðvörun um að einhver í kringum þig er ekki allur þar sem hann er séður.