Útsaumur

Dreymi þig að þú sért að sauma út og notir litsterkt garn skaltu láta verða af því að nota þá skapandi hæfileika sem þú býrð yfir. Daufir litir og einhæft munstur benda til þröngs sjóndeildarhrings, er ekki kominn tími til að breyta munstri hins daglega lífs? Að handleika fallegan útsaum eftir aðra eða bera útsaumuð föt er hvatning um að sinna nánustu fjölskyldu betur, einkum þeim sem eldri eru.