Reikningslist

Að reikna í draumi er sagt gott tákn, þó er víst betra að leggja saman og margfalda en að draga frá eða deila. Ef þú notar reiknivél eða samlagningarvél við reikninginn þykir boða gott ef útkoman er rétt við samlagningu. Sértu að leiðrétta reikningsskekkju er það bending um að þú eigir góða að.