Dúfa

Sjá kurrandi dúfur er fyrir afar góðu, sérstaklega í sambandi við heimilislífið. Fljúgandi dúfur geta táknað nýtt tækifæri, til dæmis nýja vinnu. Dúfur tengjast bæði ást og friði og geta verið ábending um stefnu í þeim efnum, ekki síst til að öðlast frið í sínu lífi.