Grænt

Grænt er fyrst og fremst litur náttúrunnar og plönturíkisins - gróandans í mannssálinni. Hann merkir vonir og gleði, jafnvægi og samræmi, fullnægju og uppfyllingu óskanna. En um leið getur hann táknað "græningja" - óþroskað fólk - og ef um grænbrúnan eða óhreinan grænan lit er að ræða þá táknar hann öfundsýki, smásálarskap, hreina lygara og varasamar manneskjur.