Gult

Einhver hagstæðasti litur sem tengist manneskjunni ef hann er hreinn og bjartur. Þá er hann tákn sólarinnar, lífsins - merki um kærleika, góðvild, gáfur, djúpa visku, innsæi og stundum einlæga trúarkennd. Indíánar töldu gula litinn tákn lífs og óendanleika. Litafræði Búddista segir gult merkja auðmýkt, afneitun og nægjusemi. Óhreinn gulur litur táknar svik og undirferli, hugleysi, varasama leyndardóma, nísku og græðgi. Gulgrænn litur merkir öfund og afbrýðisemi og afar neikvæðar hugsanir.