Þvottur

Ef þig dreymir að þú þværð þér eða baðar líkama þinn, mun fljótlega rætast úr erfiðleikum þínum. Ef þú ert að þvo þvott fyrir aðra muntu alla ævi strita fyrir aðra og bera lítið út býtum. Að þvo eða hreinsa silfur eða skartgripi er fyrir upphefð.