Þrumur

Dreymi þig þrumur og eldingar nálægt þér eru erfiðleikar í vændum. Séu þær í fjarska er það merki um að þú munir sigrast á erfiðleikum. En að sjá eldingar án þess að sjá þrumur er gæfumerki, nema þú sért staddur í kirkju í draumnum, þá boða þær lát ættingja þíns.