Þráður

Dreymi þig þráð skaltu fara að öllu með gát, svo að þú dragist ekki inn í vafasamar aðgerðir. Ef þráðurinn slitnar táknar það að þú tapir peningum eða að þú tapir af vini sem eftirsjá er að. Ef þú ert að vefja bandinu í hnykil er líklegt að þú náir tökum á því sem stendur hjarta þínu næst en það er spurning hvort þú ert ekki of ráðríkur.