Þjónn

Þjónn getur verið tákn um hjálpsama vini sem eru tilbúnir að vera þér stoð og stytta (hvað færði hann þér á bakkanum?). Svikull þjónn getur verið til marks um vonda vini eða slaka vináttu að þinni hálfu. Ef þú ert sjálfur þjónn getur það verið bending um að fá meira út úr lífinu en að hlýða skipunum eða duttlungum annarra. Til dæmis gætirðu verið sjálfstæðari og óháðari og pælt betur í markmiðum framtíðarinnar.