Þjófnaður

Það táknar gjöf eða eitthvað gleðilegt ef þig dreymir að þú sért að stela, einkum ef þér er refsað fyrir það. Og ef þig dreymir innbrotsþjóf þá ertu að velta fyrir þér einhverju sem getur orðið þér til mikilla leiðinda seinna meir. Steli þjófur frá þér er það fyrir tapi, nema þér takist að handsama hann. Einnig er sjálfsagt að leggja merkingu í það sem er stolið frá þér, er það hlutur eða blóm? Hvað með tilfinningar þínar, finnurðu til tómleika eða kannski til feginleika?