Vín

Oft er vín fyrir úrhelli. Að hafna víni þykir boða gott. Létt vín getur táknað velgengni og miklar birgðir af góðum borðvínum tákna þroskaðar manneskjur sem þú umgengst. Þyki þér sem þú drekkir gott vín úr dýru glasi er það merki um tilfinningalega reynslu. Að drekka messuvín getur verið vísbending til þín um að sinna betur andlegum málefnum. Að drekka rammt eða mjög sterkt vín merkir að þú skulir sýna þínum nánustu tillitssemi.