Veiði

Þykir þér sem þú sért á veiðum munu fjármálin trúlega þurfa endurskoðunar við. Sértu að veiða í net eru öll líkindi til að þú sért að sóa ást þinni og umhyggju á óhamingjusamt hjónaband. Lax- og silungsveiði getur táknað upphefð en getur einnig verið merki um snjókomu. Það þykir góður draumur að ná lifandi fuglum.