Vefnaður

Ef þig dreymir að þú sért að vefa fer lífshlaup þitt mjög eftir voðinni. Sé hún falleg og hnökralítil mun gæfan fylgja þér en ef þræðirnir slitna og erfiðlega gengur, getur það verið fyrir herfilegum áföllum. Stór, hvít voð getur táknað snjókomu.